[00:00.000] 作词 : Davíð Stefánsson [00:01.000] 作曲 : Jón Jónsson frá Hvanná [00:11.496] Komið, allir Caprisveinar. [00:15.840] Komið. Sláið um mig hring, [00:19.641] meðan ég mitt kveðjukvæði [00:23.290] um Katarínu litlu syng. [00:27.136] Látið hlæja og gráta af gleði [00:31.052] gítara og mandólín. [00:34.723] Katarína, Katarína, [00:38.366] Katarína er stúlkan mín. [00:42.235] Í fiskikofa á klettaeynni [00:46.140] Katarína litla býr. [00:49.832] Sírenur á sundi bláu [00:53.717] syngja um okkar ævintýr. [00:57.443] Á vígða skál í skuggum trjánna [01:01.478] skenkti hún mér sitt Caprivín. [01:05.084] Katarína, Katarína [01:08.802] Katarína stúlkan mín. [01:28.230] Með kórónu úr Capriblómum [01:32.065] krýndi hún mig hinn fyrsta dag. [01:35.624] Af hæsta tindi hamingjunnar [01:39.719] horfðum við um sólarlag. [01:43.350] Þar dönsuð um við tarantella [01:47.210] Og teyguð um lífsins guðavín. [01:51.024] Katarína, Katarína [01:54.946] Katarína stúlkan mín. [01:58.971] En nú verð ég að kveðja Capri [02:02.743] og Katarínu litlu í dag. [02:06.669] Horfa mun ég út til eyjar [02:10.553] einn um næsta sólarlag. [02:14.555] Grátið með mér, gullnu strengir, [02:18.424] gítarar og mandólín. [02:21.850] Ó, Katarína, Katarína, [02:26.167] Katarína, stúlkan mín.