作词 : Davíð Stefánsson 作曲 : Jón Jónsson frá Hvanná Komið, allir Caprisveinar. Komið. Sláið um mig hring, meðan ég mitt kveðjukvæði um Katarínu litlu syng. Látið hlæja og gráta af gleði gítara og mandólín. Katarína, Katarína, Katarína er stúlkan mín. Í fiskikofa á klettaeynni Katarína litla býr. Sírenur á sundi bláu syngja um okkar ævintýr. Á vígða skál í skuggum trjánna skenkti hún mér sitt Caprivín. Katarína, Katarína Katarína stúlkan mín. Með kórónu úr Capriblómum krýndi hún mig hinn fyrsta dag. Af hæsta tindi hamingjunnar horfðum við um sólarlag. Þar dönsuð um við tarantella Og teyguð um lífsins guðavín. Katarína, Katarína Katarína stúlkan mín. En nú verð ég að kveðja Capri og Katarínu litlu í dag. Horfa mun ég út til eyjar einn um næsta sólarlag. Grátið með mér, gullnu strengir, gítarar og mandólín. Ó, Katarína, Katarína, Katarína, stúlkan mín.